Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Kristín S. Bjarnadóttir hefur starfað hjá Heimahlynningu á Akureyri undanfarin 12 ár og segir starfið sennilega eitt það þakklátasta sem til er. Dagarnir geta þó verið erfiðir og nauðsynlegt að eiga sér líf utan vinnu. Kristín er ein þeirra sem stendur að málþingi um líknarþjónustu á Norðurlandi sem fram fer á morgun. Vikudagur spjallaði við Kristínu um lífið og dauðann.

-Svalbarðsstrandahreppur vinnur að því að koma á legg göngu-og hjólastíg frá Vaðlaheiðargöngum til Akureyrar. 

-Vinna við gangagröft Fnjóskadalsmegin við gerð Vaðlaheiðarganga fer aftur af stað á allra næstu dögum. Ekkert hefur verið borað Fnjóskadalsmegin í tæplega eitt og hálft ár, eða frá því í apríl í fyrra eftir að vatn tók að flæða inn í göngin og varð til þess að verktaki flutti borvagninn yfir heiðina og hóf aftur ganggreftri frá Eyjarfirði.

-Akureyrarbær hyggst breyta áherslum og forgangi í snjómokstri í vetur í takt við vilja bæjarbúa sem fram kom á íbúarfundi sl. vetur.

-Fyrsta skóflustungan að bjórbaði Bruggverksmiðjunnar Kalda var tekinn í gær, miðvikudag en þetta er fyrsta bjórbaðið hér á landi. Um sérstaka bjór-heilsulind er að ræða þar sem einnig verða heitir pottar og hægt að fara í nudd.

-Akureyri er enn án stiga í Olís-deild karla og SA Víkingar hefja titilvörnina illa í íshokkí karla. Allt úr heimi íþróttana á sportsíðum blaðsins.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 

 

 

Nýjast