Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 19. mars og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Líkt og gefur að skilja eru töluvert fjallað um kórónuveiruna frá ýmsum hliðum. Meðal efnis í blaðinu:

*Hjónin Arnar Birgisson og Ragnheiður Arna Magnúsdóttir eru í sóttkví heima hjá sér á Akureyri vegna kórónuveirunnar eftir ferðalag til Sviss í byrjun mars. Þau byrjuðu í sóttkvínni þann 12. mars og eiga því eina viku eftir. Vikudagur sló á þráðinn til þeirra og spurði þau út í lífið í einangrunni.

*Samkomubannið vegna kórónuveirunnar setur mark sitt á samfélagið. Hér á Akureyri sem og annarsstaðar hafa ýmsar stofnanir, fyrirtæki og félög þurft að bregðast við. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir hvernig samkomubannið hefur áhrif á margar hliðar lífsins á Akureyri.

*Arna V. Erlingsdóttir skrifar um mikilvægi hreyfingar í veirufaraldrinum

*Sæunn Emilía Tómasdóttir heldur um áskorendapennann þessa vikuna og kemur skrifar áhugaverðan pistil.

*Þar sem samkomubann er nú í gildi hér á landi vegna kórónuveirunnar þá er áhugavert að skoða hlutina í sögulegu samhengi og rifja upp ástandið þegar Akureyrarveikin geisaði um miðja síðustu öld. Þá, líkt og nú, var sett á samkomubann og var Akureyri líkt við hálfgerðan draugabæ. Öll íþróttastarfsemi var t.a.m. lögð niður og skólum var lokað. Í 5. bindi um Sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason er rifjað upp ástandið hér á svæðinu þegar veikin gekk yfir. Við grípum hér niður í texta Jóns Hjaltasonar. 

*Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundssonum Klapparstíg 1.

* Júlíus Júlíusson skrifar um þá skrýtnu tíma sem nú eru í gangi.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

 

 

 

 

 

Nýjast