Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 12. desember og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Urður Snædal heldur um áskorendapennan að þessu sinni.

-Uppi eru áform um miklar byggingarframkvæmdir í Eyjafjarðarsveit á næstu árum. Vikudagur ræddi við Finn Yngva Kristinsson sveitarstjóra um stöðuna.

-Akureyringurinn Hildur Loftsdóttir hefur sent frá sér barnabókina Eyðieyjan-urr,öskur, fótur og fit.

-Kraftur, stuðningfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, og aðstandendur stóðu fyrir perluviðburði í Brekkuskóla á Akureyri sl. helgi þar sem perlaðar voru nýju afmælisarmböndin í tilefni af 20 ára afmæli félagsins.

-Lilla Steinke er Ungskáld Akureyrar 2019 en úrslit í ritlistakeppni Ungskálda voru kunngerð á Amtsbókasafninu á Akureyri á dögunum. Lilja hlaut verðlaunin fyrir ljóðið „Ég heyri rödd þína í rigningunni."

- Perla Björnsdóttir sér um matarhornið þessa vikuna og kemur hér með uppskriftir af sítrónusmjöri og skyrköku.

-Íbúafjöldinn á Akureyri þann 1. desember sl. var 19.040 og er það fjölgun um 140 íbúa frá 1. desember 2018, eða 0,7%. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Farið yfir íbúaþróun í sveitarfélögum í Eyjafirði og nágrenni.

-Fjölmargar aðsendar greinar eru í blaðinu og sportið á sínum stað.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast