20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Viðbygging við Hrafnagilsskóla - Öll tilboð yfir áætlun og var hafnað
Þrjú tilboð bárust í framkvæmdir við viðbyggingu í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit – útboð á byggingu leikskóla. Lægsta tilboðið var upp á 126% af kostnaðaráætlun.
Framkvæmdaráð Eyjafjarðarsveitar lagði til að öllum tilboðum yrði hafnað og hefur sveitarstjórn tekið undir þá tillögu. Lagði ráðið jafnframt til við sveitarstjórn að hafin yrði undirbúningur að samningskaupsferli við þá verktaka sem skiluðu inn tilboðum í verkið þegar öll gögn liggja fyrir. Um er að ræða annan áfanga verkefnisins við Hrafnagilsskóla.
Sveitarstjóra hefur verið falið að undirbúa nýtt innkaupaferli og afla fullnægjandi útboðsgagna