Við erum ekki svo vitlaus

Þingi Starfsgreinasambands Íslands , sem haldið er á Akureyri, lýkur í dag. Í setningarræðu sinni minnti Björn Snæbjörnsson formaður sambandis í að ríkisstjórnin hefði ekkert samráð haft við aðila vinnumarkaðarins varðandi lækkun skatta á tekjur, vörur og þjónustu.

„Ef núverandi ríkistjórn meinar eitthvað með því sem stendur í stjórnarsáttmálanum, þá ættu þeir að fara eftir því. Við erum ekki svo vitlaus að við skiljum ekki þegar við erum ekki virt viðlits. En ef menn vilja tala við okkur í alvöru þá erum við til í þær viðræður.“

Nýjast