Vetrarríki fyrir norðan
Snjó kyngdi niður í gærkvöld og nótt og hvetur lögreglan á Akureyri ökumenn að kanna aðstæður áður en þeir leggja af stað, enda mikill snjór í bænum. Byrjað er að ryðja götur á Akureyri
Á Norðurlandi eystra stendur mokstur yfir, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Þæfingur er mjög víða, snjóþekja og éljagangur.
Samkvæmt spá Veðurstofunnar lægir með morgninum á Norðurlandi eystra og styttir upp. Á annesjum verður austlæg átt, 10-15 m/sek. fram að hádegi, skúrir eða slydduél síðdegis. Í nótt hvessir og á morgun verður norðlæg átt 13-20 m/sek, hvassast á annesjum. Hiti verður í kringum frostmark í dag, en á morgun kólnar.