Verður betri með aldrinum

„Það verður seint sagt að ég hafi verið með röddina inn í bómul í gegnum tíðina. Henni hefur ekki ve…
„Það verður seint sagt að ég hafi verið með röddina inn í bómul í gegnum tíðina. Henni hefur ekki verið hlíft en sem betur fer komst ég upp með það,“ segir Óskar Pétursson. Mynd/Þröstur Ernir.

Stórsöngvarann Óskar Pétursson þarf vart að kynna en hann hefur komið víða við á löngum ferli og gert garðinn frægan með Álftagerðisbræðrum eða einn síns liðs. Undanfarin ár hefur Óskar sungið mikið við jarðarfarir og segir það einna mest gefandi. Milli þess sem hann þenur raddböndin gerir hann upp fornbíla en óhætt er að segja að honum líði sjaldnast betur en í drullugallanum.

Óskar segist aldrei hafa átt jafn auðvelt með sönginn og í dag og röddin sé góð þrátt fyrir að hann hafi ekki farið neitt sérstaklega vel með
sig í gegnum tíðina.

Vikudagur heimsótti Óskar Pétursson og spjallaði við hann um sönginn, bílabrasið, þráhyggjuna, lífið og tilveruna. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins. 

Nýjast