Starfsfólk hjá HSN lendir fjölbreyttum verkefnum og sum ná alveg í hjartastað.
Á jólanótt var Ásgeir Örn Jónsson sérfræðingur í bráðalækningum á HSN, heilsugæslunni á Akureyri, á vakt þegar útkallsbeiðni barst sem þróaðist í yndislegt jólaævintýri.
Lítil stúlka, sem nú hefur fengið nafnið Annie, lá ansi mikið á að koma í heiminn. Foreldrar Annie eru Tyler Ellis og Jón Óskar Sigurðsson. Sjúkrabíll var kallaður til og stefnt á sjúkrahúsið sem var einungis um fjórum mínútum frá, en Annie litla var ekki á neinu dóli og þurfti Ásgeir því að taka á móti henni í sjúkrabílnum.
Nýverið kíkti Annie í heimsókn á heilsugæslustöðina og heilsaði upp á Ásgeir en mjög vel fór á með þeim vinunum, eins og sjá má á myndinni.
Fyrst sagt frá á www.sak.is