Veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf
Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.
Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.
Óskað var eftir tilnefningum um nemendur, starfsfólk/kennara eða verkefni/skóla sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, fræðslu- og lýðheilsusviði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og úr varð að veittar voru sautján viðurkenningar.
Athöfnin hófst á tónlistaratriði en það var Tjörvi Leó Helgason, nemandi í Tónlistarskólanum á Akureyri sem flutti Tango Nuevo eftir Tatiana Stachak. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs, afhenti síðan viðurkenningarnar.
Viðurkenningar hlutu:
- Aron Emil Kolbeins, nemandi í Naustaskóla, fyrir mestar framfarir
- Birta Nótt Kröyer Sveinbjörnsdóttir, nemandi í Hlíðarskóla, fyrir framúrskarandi árangur í félagsfærni og námi
- Emelía Rán Eiðsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir framúrskarandi hæfni í skapandi greinum
- Guðbjörg Sóley Friðþórsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir þroskað hugarfar, rökvísi og gagnrýna hugsun
- Kveldúlfur Snjóki Gunnarsson, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir metnað, ábyrgð, kurteisi og velvild
- Rebekka Rós Vilhjálmsdóttir, nemandi í Giljaskóla, fyrir jákvæðni og hrós
- Victoria Irkha, nemandi í Síðuskóla, fyrir jákvæðni og framúrskarandi námsárangur í íslensku
- Andrea Jónsdóttir, Júlía Birta Baldursdóttir, Katla Ósk Rakelardóttir, Sigurveig Petra Björnsdóttir og Sunnefa Níelsdóttir, starfsfólk á Hreiðrinu í leikskólanum Krógabóli, fyrir framúrskarandi starf
- Aníta Hrund Harðardóttir, Berglind Hannesdóttir, Stella Bryndís Karlsdóttir og Vala Björt Harðardóttir, kennarar í Naustaskóla, fyrir útiskóla í 1. bekk
- Eydís Elva Guðmundsdóttir, deildarstjóri í leikskólanum Holtakoti, fyrir framúrskarandi deildarstjórn
- Hólmfríður Hjördís Guðjónsdóttir, matráður í leikskólanum Iðavelli, fyrir framúrskarandi matarupplifun fyrir börn með sérfæði
- Inga Huld Pálsdóttir, kennari í Glerárskóla, fyrir framúrskarandi kennsluhætti
- Karen Jóhannsdóttir og Sveinn Leó Bogason, kennarar í Glerárskóla, fyrir verkefnið Harry Potter þemadagar
- Linda Rós Rögnvaldsdóttir verkefnastjóri og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir deildarstjóri, Oddeyrarskóla, fyrir verkefnið Tengjumst í leik
- Ólöf Inga Andrésdóttir, skólastjóri Síðuskóla, fyrir að búa til gott samfélag fyrir nemendur og starfsfólk
- Sóley Björk Einarsdóttir og Emil Þorri Emilsson, kennarar í Tónlistarskóla Akureyrar, fyrir stjórn blásarasveita tónlistarskólans
- Stefán Smári Jónsson, kennari í Lundarskóla, fyrir starf með nemendum og nemendaráði
Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar.
Heimsíða Akureyrabæjar www.akureyri.is sagði frá.