Unnið við nýtt deiliskipulag ofan byggðar í Hrísey

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir svæði ofan byggðar og efstu bygg…
Akureyrarbær hefur hafið vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir svæði ofan byggðar og efstu byggðu lóðir í nyrðri hluta þéttbýlis Hríseyjar

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir svæði ofan byggðar og efstu byggðu lóðir í nyrðri hluta þéttbýlis Hríseyjar.

Innan svæðisins eru núverandi parhúsalóðir við Miðbraut 3-5, 7-9 og 11-13 auk Gamla skólans eða Barnaskólans. Þá er einnig innan skipulagssvæðisins íþróttasvæði og áhaldahús/athafnasvæði norðan Hjallavegar.

Stærð skipulagssvæðisins um 8 ha. Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skoða möguleika á nýjum íbúðar- og athafnalóðum og þéttingu byggðar á svæðinu, í samræmi við ákvæði sem eiga við um svæðið í gildandi aðalskipulagi. Frestur til að senda inn ábendingar er út 19. mars 2025.

 

Nýjast