Dagskráin 26. febrúar - 5. mars Tbl 8
Möguleg staðsetning heilsugæslustöðvar við Kjarnagötu
Á seinasta fundi skipulagsráðs Akureyrar var lögð fram til kynningar tillaga að afmörkun nýrrar lóðar á svæði sunnan við lóð Kjarnagötu 2 (Bónus).
Er tillagan sett fram sem möguleiki á staðsetningu heilsugæslustöðvar ef þær tillögur á staðsetningu sem hafa verið í undirbúningi ganga ekki upp.
Skipulagsráð tók vel í tillöguna og var skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við gerð breytinga á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við hana þar sem sérstök áhersla verður lögð á umferðarflæði.