Veðurklúbbur Dalbæjar með aprilspá

Þessi mynd var tekin frá Hrísatjörn af Böggvisstaðafjalli í síðustu viku     Mynd  Veðurklúbbur Dalb…
Þessi mynd var tekin frá Hrísatjörn af Böggvisstaðafjalli í síðustu viku Mynd Veðurklúbbur Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar birti i kvöld spá klúbbsins um veðurfar í apríl og er óhætt að segja að bjartsýni ríki meðal félagsfólks um komandi tíð.  Það er ekki til að draga úr að með þessari spá er boðið upp á kveðskap eftir hirðskáld klúbbsins en það er Bjór  sem gegnir þeirri virðingarstöðu.

Annars er þetta það sem  Veðurklúbbur Dalbæjar boðar að koma muni.

,,Veðurklúbbur Dalbæjar fimmta apríl 2023.
 
Rétt er að taka fram að allar myndir sem hafa fylgt fundargerðum Veðurklúbbsins síðan í september 2021 hafa verið teknar af hirðskáldi Veðurklúbbsins, Bjór.
Þessi mynd var tekin frá Hrísatjörn af Böggvisstaðafjalli í síðustu viku.
 

Mætt voru, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.

Þess utan mætti ekki ómerkari persóna en sjálfur Messi með fylgdarliði á fundinn, við klöppuðum honum öll og glöddumst yfir góðum gestum.

Samkvæmt tunglkomum tengdum apríl og trú okkar á að lægðarennur undanfarinna mánaða séu eitthvað að róa sig þá verða líklega ríkjandi austlægar áttir fyrrihluta apríl en suðvestlægar seinni hluta.

Gaman er að minnast á að mars mánuður stóðst allar okkar væntingar, eins og reyndar nánast allir aðrir mánuðir.

Þá höfum við trú á að apríl komi með meira vor hingað norður. Þrátt fyrir það eiga eftir að koma nokkrir snjódagar með hléum á stór Dalvíkursvæðinu um miðjan apríl en þeir endast mjög stutt.

Sem sagt, prýðilegur apríl framundan hérna hjá okkur, en eins og við nefndum í síðustu fundargerð þá getum við því miður ekki gert ráð fyrir sömu veðurgæðum á öðrum landshlutum.

Þar sem Veðurklúbbs félagar þurfa ekki alltaf að vera hundrað prósent sammála þá fannst okkur við hæfi að leyfa eftirfarandi vísum að fylgja með.

 

Samkomulagið á Presthólum.

Eftir Pál Ólafsson

Hér er rifist hvíldarlaust

svo hófi engu nemur,

vetur, sumar, vor og haust

– og verst ef einhver kemur.

 Haukur er ágætis kall

Danni við drauma er snjall

En Berg skulum varast

Og forðokkur snarast

Því úr honum vitleysan vall.

 Höf. Bjór.

Nýjast