20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vaya Con Dios heiðruð á Græna Hattinum
Guðrún Harpa Örvarsdóttir, Valmar Väljaots, Pétur Ingólfsson, Kristján Edelstein og Valgarður Óli Ómarsson taka upp þráðinn frá því í fyrra sumar og endurtaka leikinn á Græna Hattinum annað kvöld.
Þau hafa ákveðið að halda aðra tónleika til heiðurs hinni frábæru belgísku hljómsveit Vaya Con Dios.
Tónleikarnir byrja kl. 21:00 og mega tónleikagestir eiga von á góðri blöndu tónlistarstíla svo sem jazz, blues, softrock, latin, soul og gypsy.
Flutt verður brot af því besta sem hljómsveitin gaf út og má þá m.a. nefna lög á borð við Don´t cry for Louie, Nah neh nah, Johnny og Puerto Rico svo eitthvað sé nefnt.