Varaformaður Byggiðnar um smíðakennslu í Oddeyrarskóla Skapandi greinar lenda oft utangarðs í skólakerfinu

Oddeyrarskóli
Oddeyrarskóli

„Það er forkastanlegt en því miður alltof algengt að handverks- og listgreinar lendi utangarðs í skólakerfinu,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar, félags byggingarmanna.

Tilefnið er sú hugmynd að nýta smíðastofa í Oddeyrarskóla undir leikskóladeild til að mæta brýnni þörf fyrir leikskólapláss á Akureyri. Gert er ráð fyrir að ný leikskóladeild verði opnuð í endurbættri smíðastofu Oddeyrarskóla síðsumars.

Heimir segir að því miður sé það sjónarmið oft ofan á innan skólakerfisins að list- og handmenntagreinar hafi minna vægi en bóklegu greinarnar. Hann bendir á löng hefð sé fyrir því hér á landi að kenna börnum að fara með efnivið í bæði smíða – og textílvinnu.

Að springa úr stolti með smíðagripinn

„Fyrir einn og einn er þetta eflaust kvöl og pína en fyrir langflestir eru þetta greinar sem gaman er að og skilja eitthvað eftir sig. Hver man ekki eftir að hafa komið heim með einhvern grip úr smíðum og sýnt foreldrum sínum alveg að springa úr stolti,“ segir Heimir og telur það mjög miður ef börn í einum af grunnskólum bæjarins fari á mis við þessa upplifun.

„Manni virðist því miður að skapandi greinar lenti oft á kantinum þegar þarf að hagræða innan skólanna, en eftir sem áður er það bundið í aðalnámskrá fyrir grunnskólana að kenna skuli þessar greinar,“ segir Heimir.

Nýjast