Útlit fyrir milt og gott veður næstu tvær vikur!

Það er ekki hægt að kvarta yfir veðri í Fnjóskadal í dag   Mynd Vikublaðið
Það er ekki hægt að kvarta yfir veðri í Fnjóskadal í dag Mynd Vikublaðið

Veðurvefurinn www.blika.is birtir i morgun nýja langtimaveðurspá frá Evrópsku reiknimiðstöðinni en langatíma spár frá þeim bæ hafa staðist glettilega vel, skrifara stundum til ánægju, stundum til pirrings eftir atvikum.    Samkvæmt þessari spá má búast við mildu og góðu veðri þ.e ef þú lesandi góðir ert lítið fyrir snjó. 

En skoðum hvað segir á vef Bliku.

,,Ný langtímaspá Evrópsku reiknimiðstövararinnar er mjög eindregin. Linnulítið aðstreymi verður af mildu lofti með uppruna úr suðri og suðaustri.

Sjá má á frávikakortum skýr jákvæð hitafrávik yfir landinu bæði í næstu viku og einnig í þeirri þar næstu. Lok hennar markar síðan  upphaf aðventunnar.

Rigning verður skv. sömu spá fremur mikil suðaustan- og austantil, en úrkomuvar fyrir norðan a.m.k. fyrri vikuna.  Ekki þarf að koma á óvart að ríkjandi vindáttir í þessari stöðu verða á milli suðurs og austurs.  Í komandi viku má þannig sjá í öllum veðurspám  “öfuga” hringrás loftsins þar sem ekki færri en þremur lægum er spáð úr suðaustri. Sú fyrsta fer til norðvesturs fyrir sunnan land en hinar koma  frá Skotlandi og yfir Ísland.

Trúlega verður hitinn lengst af 2 til 4 stigum ofan meðalhita nóvember næstu tvær vikurnar og nokkuð jafn hiti og há frostmarkshæð með þessu eindregna og óvenju þráláta aðstreymi með mildu lofti. Þ.e. ef þetta gengur allt saman eftir!  Fyrstu 10 dagana í nóvember er hiti  þegar 1,4 stigum yfir meðallagi í Reykjavík og 1,9 yfir á Akureryri“.

Nú er bara að sjá hverju framvindur næstu 14 daga eða svo, í öllu falli viðrar vel í dag.

Nýjast