Útlendingar almennt ánægðir á Akureyri

Miðbærinn á Akureyri í gær/mynd Þröstur Ernir
Miðbærinn á Akureyri í gær/mynd Þröstur Ernir

Meirihluti útlendinga á Akureyri er ánægður með veru sína í bænum. Þeir sem koma frá löndum utan Evrópu eru ánægðastir en minnst er ánægjan meðal fólks frá Austur- Evrópu. Þá eru konur almennt með meiri menntun en karlar og duglegri við að tileinka sér íslenskuna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn þeirra Kjartans Ólafssonar lektors og Markusar Meckl prófessors við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

47% svarenda sögðust frekar ánægð með veru sína á Akureyri en 36% mjög ánægð. 12 %  svöruðu hvorki né og 3% sögðust frekar eða mjög óánægð. „Það er áhugavert hversu hátt hlutfall þeirra sem búa á Akureyri eru á heildina litið ánægðir með lífið,“ segir Kjartan Ólafsson.

 

Nánar er fjallað um þessa könnun í prentútgáfu Vikudags

Nýjast