Úr fjöru í drullupoll
Sýningin „Úr fjöru í drullupoll/From the Shore to the Mudpool” verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri á laugardag, 30. júlí klukkan 14.
Sýningin hefur að umfjöllunarefni athöfnina „cruising“- eða sveima sem snýr að öllum kynjum og sjálfsmyndum segir í tilkynningu. Hún er innblásin af því hvernig
listamenn og hommar fóru um og bjuggu til list í og við yfirgefnu Waterfront bryggjuhúsin í New York á áttunda áratugnum.
„Cruising“/“sveima“ var og er enn aðallega iðja samkynhneigðra karla segir ennfremur og að í sýningunni sé sá útgangspunktur notaður sem
tæki til að endurheimta rými og dreyma um aðrar leiðir til að vera til í heiminum. Í samræðum við listaverkin og rýmið bjóðum við gestum að sveima og ráfa eftir ólíkum slóðum langana og um heima hinsegin vistfræði.“