Úr bæjarráði Akureyrar í dag fimmtudag
Bæjarráð kom saman til fundar í dag og eins og vera ber voru nokkur mál til umræðu. Þau mál sem lesendum þykir etv merkilegust eru tilgreind hér fyrir neðan, Annars vísum við á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is vilji lesendur kynna sér öll mál sem voru á dagskrá,
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - fjárhagsrammi
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og bæjarfulltrúinn Hulda Elma Eysteinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og bæjarfulltrúinn Hulda Elma Eysteinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu um framlagðar forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023 um eina viku.
GLSK - Glerárskóli - endurbætur A-álmu
Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. ágúst 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi opnun tilboða á endurbótum á A-álmu og viðbyggingu í Glerárskóla á Akureyri en tvö tilboð bárust.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Tréverk ehf. kr. 757.383.171.
ÁK smíði ehf. kr. 914.397.059.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilboð Tréverks ehf. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 900 milljónir og skiptist hann á 3 ár. Vísað til bæjarráðs til staðfestingar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi opnun tilboða á endurbótum á A-álmu og viðbyggingu í Glerárskóla á Akureyri en tvö tilboð bárust.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Tréverk ehf. kr. 757.383.171.
ÁK smíði ehf. kr. 914.397.059.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilboð Tréverks ehf. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 900 milljónir og skiptist hann á 3 ár. Vísað til bæjarráðs til staðfestingar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs um að taka tilboði Tréverks ehf. í verkið.
Viljayfirlýsing um uppbyggingu á íbúðum fyrir öryrkja
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Akureyrarbæjar og Brynju leigufélags ses. um uppbyggingu á íbúðum fyrir öryrkja á Akureyri 2022-2026.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á 32 íbúðum fyrir öryrkja á árunum 2022 til 2026, eða sex til sjö íbúðum að meðaltali á ári, þar sem Akureyrarbær leggur fram 12% stofnstyrk.