6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Undan með nagladekkin
Þann 15 apríl nk. eiga nagladekk að vera farin undan bílum án þess þó að fólk þurfi að fá sting í hjartað strax yfir því að aka en á nöglunum en burt þurfa þeir nú samt. Það fer alltaf allt á hliðina á dekkjaverkstæðum á þessum árstíma vefnum fýsti að vita hvort skollin væri á vertíð?
Við tókum hús á Hjólbarðaverkstæði Hölds og fyrir svörum varð Óskar Örn Grímsson þjónustustjóri.
,, Já hér er heldur betur skollin á dekkjatörn, hún fór af stað fyrir alvöru þriðjudaginn eftir páska.
Miðað við hversu hratt hún fer af stað myndi ég halda að þetta klárist á 5-7 vikum.“
Hvað ertu með marga starfsmenn í atinu? ,,Ég er með 11-13 starfsmenn þegar mest gengur á en venjulega erum við 9 í húsinu, samhliða dekkjaþjónustu erum við með öfluga þvottastöð í húsinu og tökum að okkur allskyns bílaþrif.“
,,Ég á erfitt með að skjóta á fjölda bíla en það hleypur á nokkrum þúsundum“ sagði Óskar Örn þegar hann var inntur eftir fjölda þeirra bila sem hann reiknar með verkstæðið muni þjónusta í þessari törn.
Lokaspurningin var eðlilega, ertu búinn að skipta? ,,Nei ég er ekki kominn á sumardekkin, þar sem ég og vonandi sem flestir landsmenn, er á leiðinni austur á Fjarðarheiði til að sjá síðustu umferð íslandsmeistaramóts í snjócrossi, sem haldin verður á laugardaginn 15.apríl. Eftir helgina víkja nagladekkin.“