Tók draumana fram yfir öryggið
„Ég held að svo margir taki öryggið fram yfir draumana sína og það finnst mér synd,“ segir Hulda. Mynd/Þröstur Ernir
Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður, stofnaði fyrirtækið Hjartalag árið 2013 og fagnar 3 ára afmæli fyrirtækisins um þessar mundir. Hún ákvað að segja upp fastri vinnu og einbeita sér að listasköpuninni. Innblásturinn að hönnun sækir hún í eigið líf, sem og líf samtíðarfólks síns, sem hún nýtir á kærleiksríkan og uppbyggilegan hátt, bæði fyrir sig og aðra. Hún segist hafa nýtt mótlætið í sköpunina og trúir á aðstoð að handan.
Vikudagur heimsótti Huldu en nálgast má ítarlegt viðtal við hana í prentútgáfu Vikudags.