30. október - 6. nóember - Tbl 44
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar verður staðsett á Akureyri annars vegar og í Vestmannaeyjum hins vegar um helgina
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar verður staðsett á Akureyri annars vegar og í Vestmannaeyjum hins vegar um helgina og mun annast útköll þaðan. Þetta er gert til að stytta viðbragðstíma yfir þessa fjölmennu ferðahelgi. Þyrlurnar verða því gerðar út frá Akureyrarflugvelli og Vestmannaeyjaflugvelli. Þyrlunum var flogið þangað í dag ásamt áhöfnum.
Flest útköll sumarsins hafa verið á Suðurlandi og því þykir mikilvægt að hafa þyrluáhöfn til taks á svæðinu og hentar Vestmannaeyjaflugvöllur vel, einkum og sér í lagi þar sem búist er við fjölda gesta í Eyjum um helgina. Áhöfn þyrlunnar verður í Vestmannaeyjum til sunnudags.
Áhöfnin hinnar þyrlunnar kemur einnig til með að annast umferðareftirlit í samstarfi við lögregluna á Norðurlandi eystra um helgina ásamt því að vera til taks á Akureyri til morguns.
Landhelgisgæslan vonar að sjálfsögðu að ekki komi til þess að þyrlurnar verði kallaðar út en með staðsetningu þyrlanna á sitthvorum enda landsins mun viðbragðstími styttast á þeim stöðum sem gert er ráð fyrir að flestir verði á ferli, komi til útkalls.
Frá þessu er sagt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.