Þvílík seigla, úthald og ástríða hjá einni konu

Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit hélt tölu og 
þakkaði öllum sem aðst…
Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit hélt tölu og þakkaði öllum sem aðstoðað hafa við smíðina sem og sínu heimilisfólki og öllum sem sýnt hafa verkefninu áhuga og stuðning. Mynd María Pálsdóttir

Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar, en verklokum á stóru og miklu verkefni, smíði á risakúnni Eddu var fagnað hjá Beate Stormo eldsmið og bónda í Kristnesi. Fjölmenni mætti heim á hlað í Kristnesi og skoðaði gripinn sem um ókomin ár verður eitt af kennileitum Eyjafjarðarsveitar.

 María segir að þegar farið var af stað hafi enginn vitað hversu stórt verkefnið yrði, „en ég sé í gömlum fundargerðum að við bjuggumst nánast við að kýrin yrði klár að hausti.“ Svo varð aldeilis ekki og Beate sem ráðin var til verksins tókst á við gífurlegt verkefni. „Það þurfti að hanna og hugsa allt áður en hægt var að hefjast handa við smíðina og ég hef ekki tölu á þeim ótal ferðum sem hún fór í Fab lab og Slippinn til að undirbúa og þrívíddarprenta litlu frumgerðina.“

María bendir á að Beate sé fyrst og fremst bóndi sem ekki hafi átt þess kost að helga sig verkefninu alla daga ársins, „en þvílík seigla, úthald og ástríða hjá einni konu,“ segir hún og bendir á að fyrst hafi þurft að koma sér upp góðri aðstöðu til að sinna verkefninu, sem og krafthamri, „ og svo þurfti hún að finna upp á öllu jafnt og þétt því enginn hefur gert svona nokkuð áður.“

 Gekk vel að safna fyrir verkefninu

 Hönnunarfasinn stóð yfir á árinu 2019 og þá hófst einnig söfnun Ferðamálafélagsins vegna smíðinnar. Alls var safnað 5 milljónum króna og segir María að mestu hafi munað um eina milljón króna frá SSNE og jafnhá upphæð kom úr Pokasjóði. „Einstaklingar og fyrirtæki voru einnig áhugasöm um smíðina og saman söfnuðum við þessum 5 milljónum króna sem þó eru örugglega dropi í hafið ef maður telur allar vinnustundir sem Beate hefur lagt í þetta undafarin fjögur árin eða svo.  En hún hefur allan tímann notið þess í botn að fást við þetta verkefni og ég hef aldrei komið að henni í bugun eða efasemdarkasti sem mér fyndist þó svo fullkomlega eðlilegt.“

María segir að nú liggi fyrir að fast ákveða staðsetningu, „en það er eiginlega aukaatriði finnst mér núna, hún verður dásamleg hvar sem hún endar.“ Líklegasti staðurinn er við Sólgarð í það minnsta til að byrja með, en María bendir á að alltaf megi færa kúnna úr stað. Hún eigi vel heima við Sólgarð þar sem Smámunasafnið er, vísir að búvélasafni og þar er einnig Saurbæjarkirkja auk þess sem ágæt bílasvæði eru á svæðinu og ýmsir innviðir.

 Kennileiti fyrir helsta mjólkurhérað landsins

 „Mig dreymdi alltaf um að hafa hana upp á einhverjum hól innarlega í sveitinni þar sem fjallahringurinn nyti sín úr hvaða átt sem væri og hægt væri að taka ódauðlega ljósmyndir og engin hús eða mannvirki myndu lenda í bakgrunni,“ segir María en staðsetningin komi í ljós í sumar. Edda verði á Kristneshlaðinu fram til 20 júní um það bil.

Hún segir að þegar fólk velti fyrir sér hvers konar skúlptúr gæti verið viðeigandi sem kennileiti fyrir Eyjafjarðarsveit hafi fljótlega verið staldrað við þá staðreynd að sveitarfélagið er eitt helsta mjókurframleiðsluhérað landsins. „Þá var auðvelt að sameinast um kúnna.“

Nýjast