Þrettándagleði í Norðurþingi
Mikið verður um hátíðarhöld í Norðurþingi í tilefni af þrettándanum.
Völsungur verður með skrúðgöngu frá íþróttahöllinni klukkan 17:45 niður í suðurfjöru þar sem kveikt verður í þrettándabrennunni og sungin verða nokkur lög. Kiwanismenn standa svo fyrir flugeldasýningu eins og þeim er von og vísa.
Það er 5.flokkur kvenna sem heldur utan um skipulagningu á viðburðinum fyrir hönd íþróttafélagsins.
Í Skúlagarði verður blásið til grímuballs klukkan 19 og eru gestir hvattir til að taka með sér eitthvað góðgæti til að setja á hlaðborð en boðið verður upp á kaffi og djús.
Á Raufarhöfn stendur Foreldrafélagið Velvakandi og björgunarsveitin Pólstjarnan fyrir Þrettándagleði og kyndilgöngu við grunnskólann kl 18.00