„Þetta var mikil áskorun“
„Þetta var fyrsta nafnið sem kom upp og við athuguðum strax hvort það væri laust. Mér fannst ekkert annað koma til greina og þetta nafn tengir okkur betur við fólkið í bænum,“ segir Gauti.
Mynd/Þröstur Ernir.
Gauti Einarsson lyfjafræðingur stofnaði Akureyrarapótek árið 2010 ásamt Jónínu Freydísi Jóhannesdóttur og endurvakti í leiðinni rótgróið nafn á apóteki í bænum. Hann segir sterkan hvata vera á meðal bæjarbúa um að versla í heimabyggð og nafnið eigi sérstakan sess í hugum fólks. Gauti segir það hafa verið áskorun að fara í samkeppni við risana á markaðnum.
Gauti er haldinn söfnunaráráttu, hlustar á vínylplötur og les teiknimyndasögur í frístundum.
Vikudagur heimsótti Gauta í Akureyrarapótek en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.