„Teljum okkur eiga heima í efstu deild“

Stefán Árnason segir sínum mönnum til í leik í vetur. Mynd/Þórir Tryggvason.
Stefán Árnason segir sínum mönnum til í leik í vetur. Mynd/Þórir Tryggvason.

KA fer í umspil um sæti í úrvalsdeild karla í handbolta síðar í mánuðinum en þar mæta norðanmenn annaðhvort HK eða Þrótti og verður KA með heimaleikjaréttinn í þeirri rimmu.

Það gæti vegið þungt þar sem mikil stemmning hefur verið heimaleikjum KA í vetur og þeir vel studdir af stuðningsmönnum. KA hafnaði í öðru sæti í deildarinnar með 30 stig, tveimur stigum á eftir Akureyri en liðið tapaði þremur leikjum af 18 í vetur.

Vikudagur ræddi við Stefán Árnason þjálfara KA um gengið í vetur og rýndi í umspilið sem framundan er.

„Ég er þokkalega sáttur með veturinn og hvernig þetta hefur þróast hjá okkur. Við renndum mjög blint í sjóinn með þetta þegar KA ákvað að senda lið til leiks í vetur. Við vissum ekkert hvernig liðið yrði en lögðum upp með ákveðna þætti sem við vildum fá á þessu fyrsta tímabili, m.a. að liðið yrði lið KA-manna og fá stuðningsmennina með og fólk á völlinn,“ segir Stefán en ítarlegra er rætt við hann í prentútgáfu blaðsins.

Nýjast