Tangabryggja lengd til suðurs

Til stendur að lengja Tangabryggju um 168 metra til suðurs og verður bryggjukanturinn að verki loknu 370 metrar að lengd í heild að verki loknu. „Við gerum ráð fyrir að framkvæmdir hefjist öðru hvoru megin við áramót,“ segir Pétur Ólafsson hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands.Framkvæmdaleyfi vegna verkefnisins er í höfn, vinnu við hönnun er lokið og stálþil verður pantað á komandi hausti. Verklok eru áætluð á árinu 2020.
Vantar legupláss
„Það skortir legupláss hér á Akureyri fyrir stærri og minni skip,“ segir Pétur. „Það er því mikilvægt til að hægt sé að halda uppi góðri þjónustu að ráðast í lengingu á hafnarkantinum svo hægt sé að tryggja örugga viðlegu skipa, einkum flutninga- og skemmtiferðaskipa,“ segir Pétur.