Taka jákvætt í að veita Kvennaathvarfi styrk

Svalbarðsströnd
Svalbarðsströnd

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur tekið jákvætt í erindi frá Kvennaathvarfinu á Akureyri sem óskað eftir rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu vegna starfseminnar árið 2022. Ákvörðun var frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Fram kemur í bókun með erindinu að Kvennaathvarfið hafi þjónað íslensku samfélagi i 40 ár sem frjáls félagasamtök í náinni samvinnu við opinbera kerfið og væri nú orðið ómissandi hluti af þeirri þjónustu og úrræðum sem fólk vildi geta genið að.

„Kvennaathvarfið þjónustar konur af öllu landinu og þær sem koma til viðtals eða dvalar í athvarfið er fjölbreyttur hópur af öllum stéttum þjóðfélagsins. aukin þjónusta við landsbyggðina með opnun athvarfs á Akureyri og opnun áfangaheimilis sem millibilsúrræðis fyrir konur sem gist hafa athvarfið,“ segir í bókun sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhepps.

 

Nýjast