Syngur þú í sturtu en langar að syngja með kór?

Kór Akureyrarkirkju leitar liðsauka í allar raddir.
Kór Akureyrarkirkju leitar liðsauka í allar raddir.

Ef þú ert ein/einn þeirra sem tekur lagið í sturtu en langar til þess að komast í góðan kór  þá gæti tækifærið verið nær en þig grunar.  Kór Akureyrarkirkju verður nefnilega með söngprufur fyrir  áhugasamt fólk sunnudaginn 21 ágúst n.k.  Kórinn getur bætt við sig söngvurum í allar raddir.

Kór Akureyrarkirkju er fjölmennur og flytur fjölbreytta tónlist bæði við helgihald og á tónleikum. Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30-21:30. 

Stjórnandi kórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson. Hann hefur komið víða fram sem kórstjóri m.a. á fjölmörgum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í Íslensku óperunni og gefið út íslenska kórtónlist á vegum Universal.
 
Skráning og nánari upplýsingar: thorvaldurorn@akirkja.is.

Nýjast