Svæðið við Torfunef stækkar Sala á lóðum fyrirhuguð í vetur

Framkvæmdir við stækkun svæðisins við Torfunef hafa staðið yfir frá því í mars og gert ráð fyrir að …
Framkvæmdir við stækkun svæðisins við Torfunef hafa staðið yfir frá því í mars og gert ráð fyrir að verktaki ljúki sínu verki þegar líður á haustið Mynd Hörður Geirsson

Sala á lóðum á nýrri uppfyllingu við Torfunef hefst á komandi vetri. Framkvæmdir við stækkun svæðisins frá því sem var hófust í mars og gert ráð fyrir að verktakinn, Árni Helgason ehf í Ólafsfirði ljúki sínu verki þegar líður á haustið.

Pétur Ólafsson hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands segir að allt hafi gengið samkvæmt áætlun en svæðið hefur verið stækkað frá því sem var,  verður í allt um 0,9 hektarar að stærð. Nýtt og dýrmætt svæði verði til við miðbæ Akureyrar sem opni möguleika á skemmtilegu mannlífi á besta stað, en gera megi ráð fyrir að nýja svæðið verði mikið aðdráttarafl bæði fyrir heima- og ferðamenn.

Fjölbreytt útirými með sjö byggingum

Efnt var til hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag við Torfunef og hlaut tillaga frá Arkþing/Nordic fyrstu verðlaun í þeirri samkeppni. Meg­in­at­riði vinn­ingstil­lögu Arkþing/​Nordic felst í fjöl­breytt­um út­i­rým­um sem mótuð eru með sjö bygg­ing­um, ólík­um að stærð og formi. Þær mynda húsaröð og aðdrag­anda að Hofi, en göngu­leiðin þangað er end­ur­bætt á áhuga­verðan hátt. Þessi nýja byggð mynd­ar fjöl­breytta bæj­ar­mynd séð frá Poll­in­um auk þess sem götu­mynd Gler­ár­götu er mótuð m.a. með út­rým­um mót vestri. Þjón­ustu­húsi hafn­ar­inn­ar er komið fyr­ir und­ir settröpp­um sem snúa að vel mótuðu viðburðatorgi og er gert ráð fyr­ir teng­ingu við inn­i­rými syðstu hús­anna.

Mikill áhugi?

„Það hefur allt gengið að óskum og við erum mjög spennt fyrir því að þetta svæði fari að taka á sig mynd, enda lengi verið að dagskrá að ráðast í endurbætur á þessu svæði,“ segir Pétur. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið þegar kemur fram á haustið, „og þá látum við þetta síga og jafna sig í vetur en tökum upp þráðinn næsta vor og klárum það sem eftir er,“ segir hann.

Lóðir verða settar í sölu á komandi vetri. Búist er við miklum áhuga fyrir að kaupa lóðir á svæðinu.„Við gerum ráð fyrir að kaupendur lóða fari að huga að byggingum sínum með vorinu og að fyrstu húsin fari að rísa eftir rúmt ár,“ segir hann.

Nýjast