Sundlaugin á Illugastöðum eða perlan við endann á malbikinu!

Sundlaugin  á Illugastöðum í Fnjóskadal hefur verið vel sótt í sumar en nú styttist  í lokun á þessu…
Sundlaugin á Illugastöðum í Fnjóskadal hefur verið vel sótt í sumar en nú styttist í lokun á þessu sumri

Starfsfólk við Sundlaugina á Illugastöðum hefur vakið athygli í sumar fyrir ferskar  fréttir af stöðu mála við sundlaugina og veðurfarslýsingar  þeirra  hafa verið magnaðar.  Nú þegar sumri hallar  styttist  í að lauginni verði lokað og  því verður bryddað upp á  skemmtilegheitum á mörgum fimmtudag eða eins og segir  í tilkynningu á Facebooksíðu þeirra.....

,,Fimmtudaginn 24. ágúst ætlum við að breyta aðeins til og hafa opið til kl. 22:00. Tónlist og kaffi á kantinum, kertaljós og önnur lýsing um kvöldið.Okkur þætti vænt um að sjá sem flesta koma og taka þátt í öðruvísi upplifun í litlu sveitasundlauginni áður en henni verður lokað þetta sumarið.   Það eru aðeins 27 km. frá Akureyri í Illugastaði, ef farið er um Vaðlaheiðargöng, svo þetta er tilvalinn sundrúntur og allir velkomnir.“

Eftir sundið er upplagt að ganga um og skoða  til dæmis Illugastaðakirkju sem tók sig vel út  í ljósaskiptunum þegar  vefarinn var á ferð um svæðið

Nýjast