27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Stofnundur félagsins Arfur Akureyrar verður á mánudag
Stofnfundur félagasamtakanna Arfur Akureyrar verður haldinn í Minjasafninu á Akureyri að Aðalstræti 58 mánudaginn 29. ágúst 2022, kl. 20.00
Á vordögum kom áhugafólk saman til að ræða um leiðir til að standa vörð um menningarminjar Akureyrarbæjar og var ákveðið að koma á fót hópi til að undirbúa stofnun félags um verndun menningarminja og sögu Akureyrarbæjar. Afrakstur þeirrar vinnu liggur nú fyrir og hópurinn boðar nú til stofnfundar á afmælisdegi bæjarins, næstkomandi mánudag.
Markmið samtakanna eru: · Að standa vörð um menningarminjar í Akureyrarbæ. · Að vekja og viðhalda áhuga á gildi menningarminja. · Að auka skilning á þeim verðmætum sem menningarminjar búa yfir fyrir nútíð og framtíð. · Að standa vörð um varðveislu þess arfs svo hann megi um framtíð verða hluti af bæjarlandslagi okkar og menningu. · Að vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í húsvernd og uppbyggingu á sögulegum forsendum fyrir lífsgæði og fjölbreytileika. · Að aðstoða bæjaryfirvöld við varðveislu menningarminja. Stofnuð hefur verið fésbókarsíða sem er opin öllum.
Á síðunni geta áhugasamir skráð sig sem stofnfélaga og allir eru boðnir velkomnir á stofnfundinn. „Það er einlæg von undirbúningshópsins að þessu verkefni verði vel tekið og það verði bænum okkar til mikils gagns og gæfu til langrar framtíðar,“ segir í tilkynningu frá undirbúningshópi.