20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Stöðva þarf kæfisvefnsrannsóknir á SAk tímabundið
Kæfisvefnsrannsóknum hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og nú er svo komið að gildandi samningur við Sjúkratryggingar Íslands um fjölda rannsókna nægir ekki til að anna eftirspurn eftir þjónustunni. Í ljósi þessa verða ekki gerðar fleiri kæfisvefnsrannsóknir á árinu nema samningar náist við Sjúkratryggingar Íslands um framkvæmd fleiri slíkra rannsókna á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SAk.
,,SAk er í samningaviðræðum við SÍ og er það von okkar að samningar náist um fjölgun rannsókna á árinu," segir í tilkynningunni.