Stelpuhringur Akureyrardætra

40 konur mættu og hjóluðu með bros á vör        Mynd  Akureyrardætur
40 konur mættu og hjóluðu með bros á vör Mynd Akureyrardætur

Stelpuhringur  Akureyrardætra  í samstarfi við Útisport  fór fram á þriðjudagskvöldið og tókst mjög vel.  Alls hjóluðu  40 konur i þetta sinn sem er  mjög gott.  Á Facebooksíðu Akureyrardætra  má lesa.

,,Í gær var Stelpuhringur Akureyrardætra í samvinnu við Útisport haldin. Þetta er í þriðja sinn sem stelpuhringurinn er haldin en hjólakonurnar og frumkvöðlarnir Freydís Heba Konráðsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir hófu þennan hjólaviðburð árið 2018. Fella þurfti niður viðburðinn í tvö ár eins og aðra viðburði á þessum tíma og það var því kærkomið að geta haldið þetta í ár. Það voru 40 hressar og glaðar stelpur á öllum aldri skráðar til leiks. Í ár var bæði götuhjólaflokkur og rafhjólaflokkur sem er skemmtileg viðbót. Hjólaður var fremri Eyjafjarðarhringur með 5,7 km malarkafla. Mótið gekk vel fyrir sig og skemmtu allar stelpurnar sér vel og stóðu sig gríðarlega vel. Eftir keppni voru veitingar í boði og mikið af útdráttarverðlaunum frá fyrirtækjum sem styrktu okkur.

Sigurvegarar í götuhjólaflokki
 
Harpa Mjöll Hermannsóttir
Sigrún Björk Sigurðardóttir
Sóley Svansdóttir
 
Sigurvegarar í rafhjólaflokki
 
Erla Sigurgeirsdóttir
Ágústa Ósk Guðnadóttir
Katrín Sif Antonsdóttir
 
Við þökkum eftirtöldum fyrirtækjum fyrir að gera okkur mögulegt að gera viðburðinn enn skemmtilegri og veglegri.
MS, Pedal.is, Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, Akureyrarbær, Greifinn, AKinn, Fótaaðgerðarstofa Akureyrar, Icepharma, Stjörnusól, Lemon, Vamos, Skógarböðin, Einn Tveir og Elda, Hugrún Eir heilsunuddari, Aqua Spa, Salatsjoppan, Fitnessvefurinn, Sigurborg heildsala, Sælusápur, Bætiefnabúllan, Matur og Mörk, Karisma, Danól heildverslun, Zone.
Hægt er að skoða myndir hér: https://photos.app.goo.gl/1rZ6Jgay9SXpAjB36

Nýjast