Stefna opnar starfsstöð í Hrísey
Stefna hugbúnaðarhús opnaði nýverið starfsstöð í Hrísey. Þar starfar margmiðlunarfræðingurinn Ingólfur Sigfússon og vinnur hann að uppsetningu nýrra Moya vefa fyrir viðskiptavini Stefnu. Skrifstofan er til húsnæðis í Hlein við Hólabraut í Hrísey en þar deilir Stefna skrifstofu með námsveri fyrir fjarnema í Hrísey. Staðsetning skrifstofunnar hefur gefist vel og vinnur Ingólfur þar í samstarfi við kollega sína hjá Stefnu á Akureyri og Kópavogi með aðstoð upplýsingatækninnar.Nánar um þetta á heimasíðu Stefnu