Stærsta leiklistarsýning VMA
Leikfélag VMA fumsýndi Litlu hryllingsbúðina sl. föstudag. Tæplega 50 manna hópur kemur að sýningunni sem er sú stærsta hjá VMA til þessa. Listrænir stjórnendur eru Birna Pétursdóttir leikstjóri, Hera Björk Þórhallsdóttir raddþjálfi, Kristján Edelstein tónlistarstjóri og Friðrik Ómar Hjörleifsson sem veitti aðstoð við tónlist. Verkið segir frá hinum seinheppna og óörugga Baldri sem lifir tíðindalitlu og hálf óspennandi lífi. Hann vinnur í misheppnaðri blómabúð á versta stað í bænum, ásamt Auði, ástinni í lífi hans og herra Músnik, sem gerir þeim lífið leitt. Viðskiptin ganga illa en þegar dularfull planta verður á vegi Baldurs og ratar í búðargluggan, aukast viðskiptin og Baldur verður sífellt vinsælli og vinsælli sem vindur uppá sig með hryllilegum afleiðingum. Næstu sýningar eru um helgina, föstudaginn 28. okt. kl. 20:00 og laugardaginn 29. okt. kl.19:00 og svo powersýning kl. 22.00. Þá er einnig búið að bæta við lokasýningum sem fram fara 4. og 5. nóvember. Miðasala fer fram á mak.is.