Spáð í enska boltann: Valmar Väljaots
Valmar í stúkunni á klikkuðum lokaumferðarleik á móti QPR 2012 þegar City vann meistaratitilinn eftir 44 ára bið.
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru um þessar mundir að setja sig í stellingar og iða jafnvel í skinninu eftir að enski boltinn rúlli af stað. Enska Úrvalsdeildin sparkast í gang í dag laugardag.
Dagskrain.is heldur áfram upphitun sinni og að þessu sinni er það Valmar Väljaots tónlistarmaður sem er til svara. Hann er frá Eistlandi en hefur búið undanfarin á Akureyri og þar áður á Húsavík:
Með hvaða liði heldur þú?
Manchester City
Kevin Keegan, sem var mín uppáhalds manneskja í enska boltanum, tók við City 2001 og ég fylgdi honum þangað. Einnig því City eru erkifjendur United.
Hvernig leggst tímabilið í þig?
Mjög vel. Það er margt spennandi að gerast, mikið af nýjum stórum nöfnum og breytingum.
Hvaða lið mun koma mest á óvart?
Leicester - Því þeir munu halda baráttunni áfram og skila sér í efstu 6-7.
Hverjar eru væntingarnar til þinna manna?
Mjög háar. Það eru gæði í öllum stöðum og að auki nýr þjálfari.
Ertu ánægður með kaup sumarsins?
Já, mjög.
Pep Guardiola kominn til City, hvernig leggst það í þig?
Mjög vel þó ég sakni Pellegrini. Gardiola er toppurinn.
Veikasti hlekkur þíns liðs?
Of fáir Englendingar.
Helsti styrkur þíns liðs?
Mjög góðir útlendingar.
Hvaða lið óttast þú mest?
Chelsea
Eitthvað lið sem þú þolir ekki?
Manchester United. Djöflarnir á félagsmerkinu þeirra pirra mig. Ég er meira fyrir bláa engla. Það að ég þoli þá ekki þýðir ekki að ég virði þá ekki sem lið.
Hver verður stjarna tímabilsins bæði hjá þínu liði og/eða í heild?
Kevin De Bruyne bæði í City og deildinni.
Hvaða unga leikmann bindur þú mestar vonir við?
Þeir eru orðnir nokkrir í City sem gætu skarað fram úr en mér þykir Sane líklegastur.
Spáin:
Hvaða lið vinnur titilinn?
Manchester City
Hvaða lið verða í topp 4?
Man. City, Man. Utd., Chelsea & Liverpool
Hvar endar þitt lið?
Á toppnum
Hvaða lið falla?
Watford, Stoke, West Brom
Hvaða stjóri verður rekinn fyrstur?
Mark Hughes
Jóhann Kristinn Gunnarsson, Liverpool
Hjörvar Maronsson, Manchester United
Búi Vilhjálmur Guðmundsson, Arsenal
Kristinn Haukur Guðnason, Chelsea