Spáð í enska boltann: Tryggvi Jóhannsson
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru um þessar mundir að setja sig í stellingar og iða jafnvel í skinninu eftir að enski boltinn rúlli af stað. Enska Úrvalsdeildin sparkast í gang á næstkomandi laugardag.
Dagskrain.is heldur áfram upphitun sinni og að þessu sinni er það Tryggvi Jóhannsson starfsmaður framkvæmdasviðs Norðurþings og knattspyrnuáhugamaður sem er til svars:
Með hvaða liði heldur þú?
Tottenham frá því liðið vann deild og bikar 1961.
Hvernig leggst tímabilið í þig?
Það verður hlýtt í vetur
Hvaða lið mun koma mest á óvart?
Leicester
Hverjar eru væntingarnar til þinna manna?
Að þeir spili árangursríkan bolta og ekki of leiðinlegan
Ertu ánægður með kaup sumarsins?
Já, það sem komið er
Pochettino er spennandi stjóri, en hefur ekki stýrt liði í Meistaradeildinni áður, heldur þú að þátttaka Tottenham í Meistaradeildinni komi niður á gengi liðsins í deildarkeppninni?
Nei
Veikasti hlekkur þíns liðs?
Ungur aldur leikmanna
Helsti styrkur þíns liðs?
Ungur aldur leikmanna
Hvaða lið óttast þú mest?
Tottenham
Eitthvað lið sem þú þolir ekki / hvers vegna?
Ég held aldrei með Man. Utd. nema þegar þeir spila á móti Arsenal / Af því bara
Hver verður stjarna tímabilsins bæði hjá þínu liði og/eða í heild?
Dele Alli bæði
Hvaða unga leikmann bindur þú mestar vonir við?
Dele Alli
Spáin:
Hvaða lið vinnur titilinn?
Ég er skíthræddur um að það verði Man. Utd.
Hvaða lið verða í topp 4?
Það verða Manchesterliðin, Leicester og Tottenham
Í hvaða sæti endar þitt lið?
Í fjórða sæti
Hvaða lið falla?
Ég er alveg skíthræddur um að Arsenal falli ásamt Burnley og Hull
Hvaða stjóri verður rekinn fyrstur?
Arsene Wenger
Hér að neðan má smella á spjall við stuðningsmenn annarra liða: