Söfnuðu sveppum til vetrarins

Guðríður Gyða leiðir þátttakendur í sveppagöngu í allan sannleik um sveppina. Mynd Ingólfur Jóhannss…
Guðríður Gyða leiðir þátttakendur í sveppagöngu í allan sannleik um sveppina. Mynd Ingólfur Jóhannsson

Skógræktarfélag Eyfirðinga hélt sína árlegu sveppagöngu á Miðhálsstöðum í Öxnadal í gærkvöld.Um 80 manns nutu þar handleiðslu  Guðríðar Gyðu sveppafræðings í kvöldblíðunni. Þátttaka var með mesta móti og segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri félagsins að aukinn áhugi sé fyrir því að nýta sveppi.

Þátttakendur söfnuðu matsveppum til vetrarins og hylltu Miðhálsstaðaskóg sem á einmitt 70 ára afmæli á þessu ári.  Það voru fleiri en sveppaunnendur á ferli, hestafólk átti leið um skóginn, fólk að viðra hundana sína eða í kvöldgöngu án ferfætlinga.

Í göngulok voru grillaðar pylsur og boðið upp á smjörsteikta sveppi að hætti Guðríðar Gyðu ásamt hinu ómissandi ketilkaffi.  

Nýjast