Snjókoma og hvassviðri í kortunum

Það verður líklega nóg að gera á dekkjaverkstæðum í vikunni
Það verður líklega nóg að gera á dekkjaverkstæðum í vikunni

Í dag verður hæg norðaustanátt og þurrt að kalla á Norðurlandi eystra, en seinnipartinn er gert ráð fyrir úrkomu. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðan 8-15 m/s og snjókoma eða slydda, en rigning með A-ströndinni. Þurrt að kalla S-til. Hiti kringum frostmark, en 1 til 5 stig með S- og A-ströndinni.

Á miðvikudag:
Norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu NV-til á landinu, en stöku él SV-lands. Hægari vindur um landið A-vert og úrkomuminna. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Norðaustan hvassviðri og snjókoma, en úrkomulítið S-lands. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með S- og A-ströndninni.

Á föstudag:
Minnkandi norðanátt og léttir víða til, en dálítil él á NA- og A-landi. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu með köflum S-lands og hlýnar heldur þar, en bjart að mestu fyrir norðan og fremur kalt.

Nýjast