Snarpur jarðskjálfti við Grímsey í nótt

Grímsey. Mynd/Auðunn Níelsson
Grímsey. Mynd/Auðunn Níelsson

Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mæld­ist um 12 km. austn­orðaust­an af Gríms­ey kl. 04.01 í nótt.

Greint er frá þessu  í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni þar sem seg­ir að skjálft­inn hafi fund­ist vel á Norður­landi.

Fjöldi eft­ir­skjálfta hafa fylgt í kjöl­farið en hrin­ur á þessu svæði eru al­geng­ar. Þessi hrin­a hófst í nótt um tvöleytið. Um 200 jarðskjálft­ar hafa mælst í hrin­unni.

Sam­kvæmt óyf­ir­förn­um töl­um frá Veður­stof­unni urðu fleiri stór­ir skjálft­ar í kjöl­far þess sem reið yfir klukk­an fjög­ur. Klukk­an 04.08 mæld­ist einn sem var 4,8 að stærð 19,2 km norðnorðaust­an af Gríms­ey og klukk­an 04.49 mæld­ist einn 4,5 að stærð 11,7 km austn­orðaust­an af Gríms­ey.

Nýjast