Smíðar likan af Stellunum

Sigfús Ólafur til vinstri  og Elvar Þór til hægri við undirritun i dag.   Mynd Vb.
Sigfús Ólafur til vinstri og Elvar Þór til hægri við undirritun i dag. Mynd Vb.

Á hádegi i dag var skrifað undir samning um smiði líkans af ,,Stellunum“ en svo voru Svalbakur  og Sléttbakur skuttogarar ÚA sem félagið festi kaup á frá Færeyjum  æði oft nefndir.  Í haust eru 50 ár liðin frá því að togararnir komu til nýrrar heimahafnar á Akureyri  og í tilefni þessara tímamóta  var sett á laggirnar söfnun  til að fjármagna smíði á líkani af skipunum.

Sigfús Ólafur Helgason forsvarsmaður söfnunarinnar  og  fyrrum sjómaður á skipum ÚA skrifaði undir samning um smíði líkansins við Elvar Þór Antonsson frá Dalvík.

,,Þegar við ákváðum að kanna hvort þetta væri gerlegt áttuðum við okkur á því að þann 1. nóvember n.k verða nákvæmlega 50 ár liðin síðan Svalbakur og Sléttbakur sigldu inn Eyjafjörð undir merkjum Ú.A. í fyrsta sinn og þegar þetta allt var fengið,  þá varð ekki aftur snúið.Nú eru yfir 300 fyrrum sjómenn sem mynda hóp manna sem kallast Stellurnar og markmiðið var og er að safna nægjanlega miklu fé til að gera draum okkar að veruleika. Það er með ólíkindum hvað þetta hefur gengið vel og á einungis rúmum tveimur mánuðum séum við komnir á þann stað að ekki verður við snúið, og þess vegna erum við hér saman komnir til að undirrita formlega sem skipakaupendum sæmir samning við Elvar Þór Antonsson um smíði líkans af Stellu,  og við ætlum að smíða tvö skip í einu líkani, semsagt líkanið heitir Svalbakur EA 302 á öðrum kinnungnum og Sléttbakur EA 304 á hinum“ sagði Sigfús  í ávarpi við þetta tilefni.

,,Kærar þakkir fyrir daginn kæru vinir  og traustið til þess að við getum skilið listaverk af þessum fallegu skipum eftir  okkur“  sagði Elvar Þór við þetta tilefni.

Nýjast