Slydda eða snjókoma í dag
Í dag verður hæg norðlæg átt á Norðurlandi eystra, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Norðaustan 8-13 og rigning síðdegis, en slydda á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Hálka er á Þverárfjalli en snjóþekja á Vatnsskarði og á veginum austan Varmahlíðar en annars eru vegir yfirleitt greiðfærir á Norðvesturlandi.
Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur á Öxnadalsheiði og einnig snjóþekja í Eyjafirði og á vegum allt austur á Mývatnsöræfi. Þæfingsfærð er í Bárðadal og unnið að hreinsun. Greiðfært er með Norðausturströndinni.