6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Skrifað undir samning Langanesbyggðar og Þekkingarnets Þingeyinga
Langanesbyggð og Þekkingarnet Þingeyinga hafa skrifað undir samning um vinnu við undirbúning að myndun atvinnu- og nýsköpunarseturs að Fjarðarvegi 5 á Þórshöfn.
Um er að ræða vinnu við þarfagreiningu, þróun og mótun starfseminnar. Að þessari vinnu kemur starfsfólk Þekkingarnetsins og starfsfólk Langanesbyggðar. Myndaður verður vinnuhópur um verkefnið sem í eiga sæti fulltrúar Langanesbyggðar, Þekkingarnetsins og fulltrúi SSNE. Styrkur fékkst úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í tengslum við sameiningu sveitarfélaganna Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps til verksins og verður hann notaður til að undirbúa verkið.
Það voru Heiðrún Óladóttir verkefnastjóri Þekkingarnetsins á Þórshöfn og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem undirrituðu samninginn.