Skeljungur kaupir Búvís á Akureyri

Frá vinstri Guðni Halldórsson (Íslenskum verðbréfum), Gunnar Guðmudarson (Búvís), Einar Guðmundsson …
Frá vinstri Guðni Halldórsson (Íslenskum verðbréfum), Gunnar Guðmudarson (Búvís), Einar Guðmundsson (Búvís), Þórður Guðjónsson (Skeljungi) og Lárus Árnason (Skeljungi)

Frá  þessu  seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Skelj­ungi, með þessu  hyggst fyr­ir­tækið með kaup­un­um bæta vöru­úr­val og þjón­ustu­fram­boð við bænd­ur víðsveg­ar um landið. Að öðru leyti séu eng­ar breyt­ing­ar fyr­ir­hugaðar á starf­semi Bú­vís eða þjón­ustu við viðskipta­vini.

Bú­vís var stofnað í janú­ar 2006 af bræðrun­um Ein­ari Guðmunds­syni og Gunn­ari Guðmund­ar­syni sem hafa átt og rekið fé­lagið frá upp­hafi. Fé­lagið sér­hæf­ir sig í sölu og þjón­ustu bú­véla og rekstr­ar­vara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúllu­neti. Fyr­ir­tækið er á Ak­ur­eyri en sölu­menn og umboðsaðilar eru dreifðir um landið, mest bænd­ur.

Einar Guðmundsson framkvæmdastjóri Búvís segir að eigendur hafi verið kominn að vissum tímamótum með fyrirtækið og fagni því að sjá það í góðum höndum. Jafnframt segist hann hlakka til þess að aðstoða nýja eigendur við að efla félagið enn frekar með það fyrir augum að bæta þjónustu og vöruúrval til viðskiptavina, sem séu þeim bræðrum afar kærir eftir áralöng og góð viðskipti.

Skeljungur þjónar orkuþörf fyrirtækja og sér um innkaup, heildsölu og dreifingu á eldsneyti sem og sölu á smurolíum, hreinsi- og efnavörum og áburði undir vörumerkinu Sprettur ásamt öðrum landbúnaðarvörum. Það er stefna Skeljungs að bjóða bændum vöruúrval í hæsta gæðaflokki og framúrskarandi þjónustu á samkeppnishæfu verði.  

Að sögn Þórðar Guðjónssonar forstjóra Skeljungs sér hann Búvís sem áhugavert og spennandi fyrirtæki sem muni stuðla að betri tengingu við bændur og gefi mikil tækifæri til framsóknar víða um land. Þá sjái hann mikil færi á að efla starfsemi Búvís enn frekar í kjölfar kaupanna, viðskiptavinum félagsins til heilla.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslenskra verðbréfa hafði milligöngu um kaupin og stýrði söluferlinu en kaupin eru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Segir í tilkynningu frá Skeljungi 

Nýjast