30. október - 6. nóember - Tbl 44
Sjúkrahúsið á Akureyri Líknarmiðstöð hefur verið stofnuð
Líknarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyrar hefur formlega verið stofnuð og var af því tilefni efnt til fræðsludags um málefnið. Ein af áætlununum sem heilbrigðisráðuneyti gaf úr 2021 var að komið yrði á fót tveimur líknarmiðstöðum á landinu, á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.Á SAk hefur verið farið í greiningarvinnu um stöðu líknarþjónustu innan stofnunarinnar og rýnt í það hlutverk sem stofnuninni er ætlað að veita út frá aðgerðaráætluninni.
„Sú vinna hefur gengið vel og ágætlega tekist að rýna í þá þætti og leggja mat á hvernig við getum mótað okkar líknarþjónustu,“ segir á vef SAk. „Það er því ánægjulegt að koma á fót slíkri líknarmiðstöð sem er upphafið að festa í sessi þá hugmyndafræði og þá sérfræðiþekkingu sem við höfum og viljum búa til hér innan SAk. Á sama tíma að búa til þekkingareiningu sem líknarmiðstöð er ætlað að veita með sinni sérfræðiþekkingu til annarra stofnana á okkar upptökusvæði.
Fræðsludagurinn var vel sóttur og margir fylgdust einnig með í streymi en eitt af mikilvægum hlutverkum líknarmiðstöðvar SAk er að veita starfsfólki annarra stofnana á landsbyggðinni fræðslu.