Sjúkrahúsið á Akureyri á óvissustigi
Ákveðið hefur verið að setja Sjúkrahúsið á Akureyri á óvissustig. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að gjörgæsludeild spítalans getur illa tekið á móti fleiri sjúklingum og mönnun á deildinni er verulega ábótavant. Þá er einnig mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á spítalanum og verður staðan metin daglega.
Eins og komið hefur fram hefur álagið á Sak verið mikið og hefur það aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Helstu skýringar á því eru að innlögnum sjúklinga hefur fjölgað og mannekla verið viðvarandi.