Sjúkraflutningaskólinn útskrifaði 206 nemendur
Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin á Flugsafni Íslands á Akureyri föstudaginn 2. júní sl.
Útskrifaðir voru 206 nemendur eftir skólaárið 2022-2023. Þar af eru 96 að útskrifast með grunnréttindi sem sjúkraflutningamenn, EMT, eftir 260 klst nám.
28 útskrifast með framhaldsmenntun í sjúkraflutningum, AEMT, eftir 413 klst nám. 82 vettvangsliðar EMR, eftir 42 klst nám.
Auk þeirra námskeiða sem að áður greinir sinnir skólinn endurmenntunarnámskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk auk þess sem við bjóðum upp á endurlífgunarnámskeið frá Evrópska Endurlífgunarráðinu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sinnum Heilbrigðisstofnunum víða um land með ný- og símenntun sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna. Frá síðustu útskrift hefur skólinn haldið 34 endurmenntunarnámskeið með samtals 274 nemendum.
Námskeið Sjúkraflutningaskólans eru haldin um allt land en grunn og framhaldsnámskeið voru kennd á Akureyri, Selfossi, Fáskrúðsfirði, Reykjavík og Sandgerði.