Sjómenn feldu nýgerðan kjarasamning
Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands feldu nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi með afgerandi hætti en tilkynnt var um niðurstöður atkvæðagreiðslu um samningin nú síðdegis. Trausti Jörundarson er formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, vefurinn innti hann eftir viðbrögðum hans við fréttum dagsins.
,,Mín viðbrögð við þessu eru fyrst og fremst vonbrigði en kemur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við umræðuna á samfélagsmiðlunum. Það eru sjálfsagt nokkur atriði sem verða til þess að sjómenn fella þennan samning, þar er grein 1.39.1 sem vegur kannski þyngst og hefur verið mikið milli tannanna á mönnum, lengd samningsins og forsendur fyrir uppsögn á honum hefur einnig komið til tals."
,,Næstu skref verða að fara yfir þetta allt saman aftur og reyna að finna aðrar leiðir til að leysa þessi mál, reyna að breyta orðalagi þannig að það verði skýrara þar sem það á við. Það sem er samt stærsta vandamálið í þessu er að það ríkir mikið vantraust hjá sjómönnum gagnvart útgerðinni og það skín í gegn þegar ég heyri í félagsmönnum hjá okkur og það er það sem þarf að reyna að laga.