Sigrún verður forseti

Sigrún Stefánsdóttir.
Sigrún Stefánsdóttir.

Rektor Háskólans á Akureyri hefur ráðið Sigrúnu Stefánsdóttur í starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs skólans. Sigrún er ein af sex aðilum sem sóttu um starfið og kemur sterkust út í niðurstöðu dómnefndar og í skýrslu Capacent en ekki náðist fram meirihlutaálit sviðsins í kosningu á sviðsforseta.

„Sigrún hefur mikla og samfellda kennslureynslu úr háskóla, hún er með dósentshæfi og hefur því mest akademískt hæfi umsækjenda. Hún þekkir vel til flestra þátta sem eru undirstaða góðrar háskólakennslu hvort sem er í staðar- eða fjarnámi.  Sigrún hefur doktorspróf í fagi sem kennt er við HA og hefur reynslu af störfum tengdum viðfangsefnum á fræðasviðinu.

Sigrún hefur að mati dómnefndar áberandi mesta reynslu af stjórnun og rekstri í háskólastarfi. Hún hefur einnig jafngóða eða meiri reynslu en aðrir umsækjendur í leiðtoga- og stjórnunarhlutverki tengdu háskólastarfsemi.  Í umsókn og í viðtölum kemur fram skýr framtíðarsýn hennar varðandi starfið,“ segir í tilkynningu.

Fjaðrafok

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum ráðninguna og í tvígang orðið tafir á afgreiðslu háskólaráðs. Í leynilegri kosningu fyrr í haust innan hug-og félagsvísindadeild skólans fékk Ólína Þorvarðardóttir fyrrum alþingismaður 16 atkvæði og sömuleiðis Rögnvaldur Ingþórsson heimsspekingur. Sigrún Stefánsdóttir fékk 13 atkvæði. Kosið var á milli Ólínu og Rögnvaldar og fékk Ólína þá 20 atkvæði , en Rögnvaldur 19 atkvæði.  Báðar atkvæðgreiðslurnar voru leynilegar, en það er rektors skólans að skipa í stöðuna. Hann styðst meðal annars við úrslit kosninganna og sömuleiðs við álit dómnefndar.

 

Nýjast