Siðmennt heiðraði Pétur Halldórsson

Pétur Halldórsson
Pétur Halldórsson

Pétur Halldórsson útvarpsmaður á Akureyri hlaut í vikunni viðurkenningu Siðmenntar fyrir útvarpsþáttinn Tilraunaglasið á Rás 1. Í Tilraunaglasinu mallar ýmislegt nýtt úr heimi vísinda og tækni, bæði það sem gerist hér innan lands og í útlöndum. Rætt er við vísindafólk um rannsóknarverkefni þess og sagðar fréttir af nýjum uppgötvunum og rannsóknarniðurstöðum. Sömuleiðis er horft til vísindasögunnar og rifjaðar upp vísindauppgötvanir sem skiptu sköpum í þróun vísinda og tækni.

Nýjast